Það er búið að endurgera heimasíðu Hamars (www.hamarsport.is) og þar er Skokkhópurinn kominn með í hópinn. Þessi hér síða mun því leggjast af sem okkar fréttasíða en framvegis verður Fésbókarsíðan okkar uppi auk nýju síðunnar. Hér mun þó vera áfram opið á gamla efnið meðan ekki er búið að flytja allt yfir (myndir sérstaklega) á nýju síðuna.
Annars það í fréttum að Munchen Maraþon nálgast óðfluga og þeir sem ekki hafa heyrt um þá ferð hafa verið í löngu fríi …. það er nokkuð ljóst. Vonum að Pétur og Lísa verði orðin góð fyrir hlaupið og að okkar fulltrúar njóti ferðar og hlaupsins í botn.
kv/AT