Ný síða Skokkhóps Hamars

IMG_5511-1944

Flottasta drykkjarstöðin 2013

Það er búið að endurgera heimasíðu Hamars (www.hamarsport.is) og þar er Skokkhópurinn kominn með í hópinn. Þessi hér síða mun því leggjast af sem okkar fréttasíða en framvegis verður Fésbókarsíðan okkar uppi auk nýju síðunnar. Hér mun þó vera áfram opið á gamla efnið meðan ekki er búið að flytja allt yfir (myndir sérstaklega) á nýju síðuna.

Annars það í fréttum að Munchen Maraþon nálgast óðfluga og þeir sem ekki hafa heyrt um þá ferð hafa verið í löngu fríi …. það er nokkuð ljóst. Vonum að Pétur og Lísa verði orðin góð fyrir hlaupið og að okkar fulltrúar njóti ferðar og hlaupsins í botn.

kv/AT

Laugardaginn kemur og ligga ligga lá!

æfing 26.3.2011Takið nú vel eftir því hér kemur mjög mikilvæg tilkynning!

Æfingin á laugardaginn er frá Minni Borg í Grímsnesi og hlaupið með Frískum Flóamönnum niður að Sólheimum, það er þeirra árlega Sólheimahlaup sem þeir vilja fá okkur með í þetta skiptið.  Alltaf eitthvað gott í gogginn þegar komið er að Sólheimum.

Farið frá Sundlauginni í Laugarskarði (safnast í bíla) og keyrt að Minni Borg en þaðan er áætlað að hlaupa af stað kl. 10.00

/ PIF

 

Góður árangur í Óðinsvéum

Allt klárt fyrir hlaup.

Allt klárt fyrir hlaup.

Fyrsta keppnishlaupið að baki hjá Hilmir Guðlaugs , 1/2 maraþon í HC Andersen Marathon í Odensvéumog með í för voru þau Valdimar og Sigrún sem runnu heilt maraþon af miklum móð, kannski aðeins of miklum en öll komust þau í mark og náðu sínum settu markmiðum og það þrátt fyrir um 19 stiga hita.

Hilmir hljóp eftir að hafa tekið áskorun frá Valda fyrir fyrir tæpum 3. mánuðum og ætlaði að vera undir 2 tímum og það gékk eftir,  1:59:16 og námsmaðurinn ekki lengi að jafna sig enda löngu búinn að aðlagast dönsku loftslagi.

Valdimar ætlaði að fara sem næst 3:45 í heilu og það stóðst heldur betur upp á sekúndu 3:45:00 og setur pressu á Munchen fara með þessum tíma.

Sigrún er svo keppnismanneskja ársins og ætlaði sér undir 4 tímum sem og hún gerði svo eftirminnilega (3:59:19) og fékk óskerta athygli nærstaddra eftir að komið var í mark enda alveg búin og hvíldist aðeins í sjúkratjaldinu eftir.  Allt fór þó vel en Sigrún ætlar sér í smá hlaupahvíld núna…. nokkra daga allavega.

Æfing á laugardag.

IMG_4855-1944

 

Æfingin á laugardag er frá Grafningsvegamótum (við Alviðru) og hlaupið inn að Úlfljótsskála.    Safnast í bíla við Laugarskarð kl. 9.30 og hittast við Alviðru kl. 10.00

Vegalengdin er 12-25  km sem hlaupin er en þeir sem eru í maraþon undirbúningi eiga að fara 25 km. Einnig tilvalið fyrir þá sem vilja koma með hjól og hjóla þessa leið með. Pétur og Lísa lofa áætlunarferð til baka að vegarmótum eftir hlaup.

Annars að minna fólk á að vera vel sjáanlegt (vestin) núna á haustdögum og í vetur.

Valdimar og Sigrún eru farin í danska konungsríkið og keppa í MÞ á sunnudag og Hilmir verður þeim til samlætis en hann er skráður í 1/2 MÞ í H.C. Andersen Marathon

Góður árangur í Brúarhlaupinu.

Góður hópur í brúarhlaupi 2013

Það var fríður hópur sem tók þátt fyrir hönd Hamars í Brárhlaupinu í ár og ekki verra að það voru eldfljótir hlauparar með í för og hrepptu 2 þeirra verðlaun.  Jón Gísli Guðlaugsson eða Jónsi setti líklega Hveragerðis met í 1/2 maraþoni er hann hljóp á 1:30:37 og varð 3 yfir heildina, stórglæslegt hjá honum.  Lalla er að verða manna duglegust að komast á verðlaunapall en hún varð 3ja í sínum aldurflokki í 10 km hlaupinu. Flestir voru að bæta sig frá okkur utan kannski „gamli“ en gleðin var ósvikin eins og alltaf hjá okkar fólki. Myndir frá hlaupinu inn á fébókarsíðunni okkar.

Úrslit Hengils Ultra hlaupsins 2013

IMG_15734-1944

Elísabet Margeirsdóttir sigraði 50 mílna (81 km.) Hengils-Ultra hlaupið sem fram fór laugardaginn 27. júlí. Elísabet var á tímanum 11:14:55. Í öðru sæti var Birkir Árnason á tímanum 12:33:37 og í þriðja sæti var Ágúst Kvaran á tímanum 12:48:13.
Sigurvegari í 50 km. vegalengd var Óskar Jakobsson á tímanum 6:25:03. Annar var Sveinbjörn Sveinbjörnsson á tímanum 7:01:24 og í þriðja sæti var Ástvaldur Hjartarson á tímanum 7:14:46.
Hengils Ultra hlaupið fór fram, í annað sinn, í blíðskaparveðri. Í ár voru tvær vegalengdir voru í boði, 50 mílur (81 km.) eins og í fyrra en í ár var einnig boðið uppá 50 km. hlaup. Hlaupið var um Hengilssvæðið með byrjun og endi í Hveragerði. Þátttakendur voru 6 í 50 km. hlaupinu og 9 manns í 50 mílum (81 km).

Sjá má myndir úr hlaupinu á myndasíðu hlaupsins.

Heildarúrslit hlaupsins:

Lengd nafn_hlaupara Tími 50 km Tími 81 km. Röð Félag
50 km Óskar Jakobsson 06:25:03 1 Árbæjarskokk
50 km Sveinbjörn Sveinbjörnsson 07:01:24 2 Hamar
50 km Ástvaldur Hjartarson 07:14:46 3
50 km Stefan Samuelsson 07:15:35 4 The gax ultramarathons
50 km Lingþór Jósepsson 07:21:24 5 Hamar
50 km Helga Þóra Jónasdóttir 08:44:12 6 Hlaupahópur Ármanns
50 km Vigfús Eyjólfsson 10:39:29 7 Frískir Flóamenn
Millitími 50 km.
81 km Elísabet Margeirsdóttir 06:30:27 11:14:55 1 Hlaupahópur Ármanns / Team Compressport
81 km Birkir Árnason 06:57:54 12:33:37 2
81 km Ágúst Kvaran 07:17:00 12:48:13 3 Hlaupasamtök Lýðveldisins
81 km Þorsteinn Tryggvi Másson 07:22:00 13:41:28 4 Frískir Flóamenn/Undanfarar Svæði 3
81 km Marinó Fannar Garðarsson 08:44:38 15:25:11 5-7. Team Mástunga
81 km Pétur Ingi Frantzson 08:44:45 15:25:11 5-7. Hamar
81 km Hermann Þór Baldursson 08:44:48 15:25:11 5-7.
81 km Jón Hinrik Höskuldsson dnf dnf

Fundur – Hengilshlaup 2013

IMG_6194-1944Minnum á fundinn á morgun fyrir starfsmenn í Hengill-Ultra 2013 en bjóðum einnig velkomna á fundin þátttakendur í hlaupinu sjálfu ef þeir vilja koma og fræðast.

Fundurinn er kl. 20.00 í húsnæði Kjörís ehf. að Austurmörk 15. Farið yfir hlaupaleið, drykkjarstöðvar og starfsstöðvar sem og aðra hluti sem varða skipulagið.  Útlit er fyrir frábært hlaupaveður á laugardaginn og þátttakan er samkvæmt vonum góð. 50 mílna hlauparar verða ræstir kl. 6.00 um morguninn og 50 km hlaupararnir kl. 9.00

Kv. PIF / AT

Eftir Hverafugl Birt í Fundir

Úrslit og myndir úr Hamarshlaupinu.

DSCF7184Nokkrar myndir úr Hamarshlaupinu komnar inn sem og úrslit undir síðu Hamarshlaupsns hér inn á síðunni.

Rétt að árétta að óskilamunir eru nokkrir og ber að vitja hjá Antoni (660-1612). Einnig gott að fá ábendingar ef eitthvað er og endilega gefa einkunn fyrir hlaupið á www.hlaup.is

Næsta hlaup í hlauparöð 66°N er Þorvaldsdalsskokkið þann 29.júní nk.

Úrslit í Hamarshlaupi 2013

Hamarshlaupið fór fram í 3. sinn í fínasta veðri í morgun, 17.júní. Rétt um 80 þátttakendur voru skráðir en alls hlupu 76 hlauparar hlaupið á enda og úrslitin hér fyrir neðan (sjá einnig  hlaup.is)

Myndir koma inn síðar.  Hægt að klikka á viðkomandi úrslita-mynd til að fá stærri!

Heildarúrslit, úrslit hjá körlunum, konum og þar eftir einstaka aldursflokkar.  Athugasemdir vinsamlega senda á Anton (anton(hjá)kjoris.is.  Óskilamunir á sama stað (bolur, drykkjarbelti og hanski mm.)

Þökkum góðan dag og óskum ykkur áframhaldandi góðs hlaupasumars!

Skokkhópur Hamars / at.

Heildar úrslit

Hamarshlaupið þann 17.júní

Hamarshlaupið 002Allt að verða klárt fyrir Hamarshlaupið á mánudaginn  (17.júní) og yfir 70 manns búnir að skrá sig í hlaupið. Aðstaða opnar kl. 8.00 fyrir hlaupara í Íþróttahúsi Hveragerðis þar sem úthlutun keppnisganga fer fram. Sturtuaðstaða að loknu hlaupi á sama stað en Sundlaugin í Laugarskarði er lokuð í tilefni hátíðarhalda.  Ræs og endamark er í Lystigarðinum einungis 100 metrum frá íþróttahúsi.   Ræst í hlaupið kl. 9.00

Drykjkarstöðvar 3 á hlaupaleiðinni sem og hressing við endamark. Blómaverðlaun fyrir fyrstu 3 sætin í hverjum aldursflokk karla og kvenna sem og fyrstu 3 í kvenna og karlaflokki yfir heildina fá að auki hefðbundin verðlaun frá 66°N.  Vegleg útdráttarverðlaun dregin út við verðlaunaafhendingu.

Til okkar félagsfólks þá er ennþá laust í einstaka starf í brautarvörlsu og við aðra vinnu og endilega hafa samband við Pétur eða Anton ef þið eruð laus milli 8 og 12 á mánudaginn.

17. júní spretthlaup fyrir krakkana verður milli 10.00 og 10.30 í Lystigaðinum /Fossflöt og frí þátttaka – allir með og allir vinna!

Kv. AT