Hamarshlaupið, Kvennahlaupið og Karlrembuhlaupið!

Nú styttist í Hamarshlaupið 2012, þann 17.júní og minnum á skráningu inn á http://www.hlaup.is fyrir þá sem ætla sér í 25 km. hlaupið. Skráning verður opin fram á þriðjudag nk.(framlengt) en nú þegar eru 12 búnir að skrá sig og þar af 1 frá Hamri! Veit þó að það verða fleiri heimamenn á því að heimamenn munu skrá sig. Hlaupið hefs kl. 9.00 og allt utanvega. Aðstaða til fataskipta og sturtur í Íþróttahúsinu.

Hamarshlaup 5 km verður skráð á staðnum og hefst kl. 10 og kjörið sem hressileg morgunstund í fögru umhverfi. Þátttökuverðlaun á alla sem taka þátt!

16. júni er Kvennahlaupið og munum við selja boli við verslunarmisðtöðina við Sunnumörk nokkrum dögum áður.  Ætlunin er að endurvekja aðeins Karlrembuhlaupið samhliða því svo karlarnir geti sýnt sig aðeins og monntað sig um leið með góðri hreyfingu.

Ps. Okkur vantar hjálparhendur við framkvæmd Hamarsklaupsins (drykkjarstöðvar og þjónusta) og hjálpsamir endilega melda sig hjá Tona og/eða Pétri.

One comment on “Hamarshlaupið, Kvennahlaupið og Karlrembuhlaupið!

  1. Bakvísun: Næring, afslættir og Hamarshlaupið | Hlaupahópur FH

Ummæli eru ekki leyfð.